Mynd af Elma Grettisdóttir
Til baka í einkaþjálfara

Elma Grettisdóttir

Menntun:

  • Stúdent frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti.
  • Stott Pilates kennari frá Merrithew Corporation.
  • Einkaþjálfaraskóli World Class 2004.
  • Hef starfað sem einkaþjálfari hjá World Class síðan árið 2005.

Námskeið:

  • Skyndihjálparnámskeið
  • Heilsuráðstefna Fusion Fitness Festival 2007 Blackpool.
  • ÍAK teygjunámskeið 2008 (bandvefslosanir, stöðuteygjur, PNF teygjur, hreyfiteygjur)
  • Smartmotion hlaupastílsnámskeið 2008.
  • Þjálfaranámskeið ÍAK 2014.
  • Klassískt nudd 2022
  • Reikiheilun 1 og 2 2022

Áhugamál:

Aðaláhugamálið mitt er starfið mitt, hef tileinkað mér þjálfun og líkamsrækt í yfir 20 ár. Er mikið fyrir útivist og fjallgöngur. Almennar lyftingar og öll hreyfing er stór partur af mínu lífi. Er móðir 4 barna og er mikil fjölskyldukona.

Sérhæfing:

Almenn líkamsrækt. Hef víðtæka þekkingu og reynslu í þjálfun, allt frá byrjendum yfir í fitnesskeppendur. Í dag sérhæfi ég mig í að kynnast kúnnanum vel og vita hvaða markmið eru mikilvæg fyrir hann. Við erumflest með ólík markmið og hvað það er sem hentar okkur.Líkamleg og andleg vellíðan, hreyfing, styrkur, næring, líkamsstaða, stoðkerfið, útivera, svefn og hvíld erulykilatriðin sem vinna öll saman í átt að góðum og breyttum lífsstíl. Mikið aðhald fyrir þá sem það vilja. Reglulegar mælingar og aðstoð við að breyta/bæta mataræðið.Léttast, styrkjast, þyngjast, auka þol, bæta líkamsstöðu, heilsufarsmælingar, æfingaprógrömm. Er með hópþjálfun, einkaþjálfun og fjarþjálfun.

EVOLT 360 snjallskannin er nýjung á Íslandi. Nákvæmasti og tæknilegasti líkamsskanni landsins. Þú færð yfir 40 ýtarlegar niðurstöður um þinn líkama. Hann greinir m.a. grunnbrennslu, vöðvamassa, fitumassa og vökva. Hann gefur einnig upp líkamsaldur, vöðvajafnvægi, macros (getur valið venjulegt macros, low carb og ketó).Niðurstöðurnar gefa okkur raunmynd og heildarsýn á ástandi líkamans. Í endurkomutímum sérðu árangurinn svart á hvítu. Misstiru fituforða? Bættiru á þig vöðvamassa? Jókst grunnbrennslan? Lækkaði líkamsaldurinn? Minnkaði innri fitan ?Talan á vigtinni segir í raun ekki stöðuna á þínum árangri. Sumir lenda í því að missa mikilvægan vöðvamassa þrátt fyrirað vera að æfa mikið og passa uppá næringuna.Evolt Active appið heldur utan um allar niðurstöður, beint í símann þinn.Mælingar fara fram í World Class Ögurhvarfi. Frekari upplýsingar má finna á eafitness.is
Um mig:

Ég á minn feril í hinum ýmsu keppnum. Þar á meðal Íslandsmeistari í kraftlyfingum 2008. Aflraunamót 2008. Þrekmeistaramót 2008 og 2009.  Íslandsmeistari Fitness WBFF 2012. Heimsmeistaramót í fitness í Toronto 2012. IFBB norðurlandamót 2014. Bikarmeistari Physique 2014, auk annara fitnessmóta.