Karfan þín

Menntun og námskeið:
SCUBA Dive Master 2006
BS gráða í matvæla- og næringarfræði frá Háskóla Íslands 2010
Wim Hof kuldaþjálfun og öndunartækni 2019
200 tíma jógakennaranám viðurkennt af Yoga Alliance 2019
AIDA fríköfun II stig 2020
Einkaþjálfaraskóli World Class 2021
Ýmis styttri námskeið og fyrirlestrar í allskonar lífsleikni
 
Reynsla:
Hef margra ára reynslu í líkamsrækt, jóga, hugleiðslu, öndunartækni og að hjálpa fólki að læra að elska sig og finna styrkinn sinn. Lærði og kenndi köfun yfir 3 mánaða tímabil í Thailandi árið 2006. Þar áttaði ég mig á mikilvægi stjórnaðrar öndunar og að halda ró sinni við krefjandi aðstæður.
Tók þátt í módel fitness 2018 og vann í mínum flokki 35+. 
Vann mig úr sykurfíkn og því að rokka upp og niður í þyngd og þekki vel hvernig það er að meta virði sitt eftir því hvað vigtin segir.
 
Ég legg áherslu á heildræna styrktarþjálfun með það að markmiði að auka bæði andlegan og líkamlegan styrk og tileinka sér varanlegar lífsstílsbreytingar. Í byrjun er könnun um mataræði til að meta stöðuna og til að geta komið með ráðleggingar útfrá henni. Í lok tíma eru jógastöður og í boði að hafa stutta en áhrifaríka hugleiðslu. Einnig er í boði að taka eingöngu jógastöður/öndunaræfingar/hugleiðslu og jafnvel að taka göngutúr með teygjum/öndunaræfingum/hugleiðslu í lokin og spjalla um sniðugar lífsreglur ef áhugi er fyrir því. 
 
Þjálfunin hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum, á öllum stigum lífsins. Mér finnst verulega gefandi að ná til fólks og hjálpa þeim að ná árangri í sínum lífsverkefnum. Kennsla getur farið fram á bæði íslensku og ensku.
Býð upp á: 
Einkaþjálfun
Hópþjálfun
Lífsþjálfun
Jógastöður og heimspeki
DMT öndunartækni
Kennslu í hraðvirkri hugleiðsluaðferð
Kynningu og fræðslu á plöntumiðuðu mataræði ásamt matardagbók
Heilsufarsmælingar, æfingaprógrömm og matarplön
 
Þjálfar í:
Laugum og Smáralind.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar