Karfan þín

Menntun:

ÍAK Styrktarþjálfari (2022)

ÍAK Einkaþjálfari (2021)

BSc í Heilbrigðisverkfræði frá Háskóla Reykjavíkur (2017)

 

Reynsla:

Hef alla tíð verið mikill íþróttaálfur. Var í fimleikum í 10 ár á yngri árum og eftir það tók við mikill ræktaráhugi sem hefur aldrei dvínað, var alltaf sú sem sá um að plana æfingarnar þegar farið var með vinunum í ræktina. Byrjaði svo að þjálfa hópatíma hjá World Class árið 2017. Útskrifaðist úr verkfræði 2017 og eftir nokkur ár að vinna við það fann ég að það átti ekki við mig. Lét svo verða að því að fara í einkaþjálfarann 2020 og byrjaði strax að þjálfa í fullri vinnu eftir útskrift.

 

Námskeið:

Absolute Training Þjálfaranámskeið

DGI Fitness- og Spinninginstruction

 

Sérsvið:

Þjálfunin mín byggist á alhliða þjálfun, auka styrk, þol og liðleika. Sérsniðið æfingakerfi útfrá markmiðum og getu hvers og eins. Legg áherslu á rétta líkamsbeitingu og almennt heilbrigðan lífsstíl.

Tek að mér einka-, hóp- og fjarþjálfun. Er einnig með Absolute Training námskeið sem hentar öllum sem vilja bæta þol og styrk, þjálfa með sér jákvætt hugarfar og setja sér markmið og vinna markvist í þeim í hverri viku.

 

Áhugamál:

Fjallgöngur, fjallahjól, crossfit, útilegur og ferðalög.

 

Uppáhalds matur:

Heimabökuð pizza.

 

Guilty pleasure:

Súkkulaði og lakkrís combo.

 

Þjálfar á/í:

Breiðholt, Ögurhvarf og Kringlan

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar