Karfan þín

Menntun:

Einkaþjálfaraskóli World Class.

Reynsla:

Ég hef margra ára reynslu af líkamsrækt. Ég sjálfur hef mest stundað styrktarþjálfun, þolþjálfun, almennar lyftingar og þjálfun eftir meiðsl og við verkjum. Einnig hef ég mikla reynslu af því að vinna mig út úr andlegum erfiðleikum og hvernig er hægt að nota hreyfingu sér til hjálpar við það. Ég er mjög duglegur að lesa mig til um og prófa mismunandi æfingastíla, fræðast um mataræði og allt sem tengist heilsu almennt og fylgist mikið með öðrum þjálfurum og sérfræðingum(einkaþjálfurum, sjúkraþjálfurum og næringarfræðingum t.d.) sem að kenna og stunda líkamsrækt að öllu tagi, gefa góð og raunhæf ráð tengd mataræði, vinna með meiðsl og hvernig á að beita líkamanum rétt til þess að koma í veg fyrir þau.

Áhugamál:

Líkamsrækt, tónlistarsköpun, myndlist og að sjálfsögðu að eiga góðar stundir með fólkinu mínu.

Sérhæfing:

Ég sérhæfi mig í alhliða þol- og styrktarþjálfun, að hjálpa fólki á öllum aldri við það að finna viðeigandi þjálfun samhliða markmiðum, að sníða æfingaplan út frá þeim tíma sem hver og einn hefur, að hjálpa fólki að vinna úr verkjum og koma sér af stað eftir langar pásur, að finna hreyfingu sem kúnninn hefur gaman að og að vinna að breyttu hugarfari gagnvart hreyfingu.

Þjálfar í:

Mosfellsbæ og Laugum.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar