Karfan þín

Menntun og reynsla

 • Hópþjálfun og fjarþjálfun síðan í janúar 2017
 • Mömmuþjálfun síðan í febrúar 2019
 • Level 1 námskeið í Animal Flow
 • Handstöðunámskeið hjá Heiðari Loga 2020
 • Grunnámskeið í KickBox 2020
 • ONNIT Academy: Foundations í New York 2019
 • Grunnámskeið hjá Primal Iceland 2019
 • Evolvia Markþjálfanám 2018
 • Einkaþjálfaraskóli World Class 2017
 • BA. gráða í lögfræði frá Háskóla Íslands 2016
 • Handbolti í 15 ár

Þjálfun

Ég blanda saman hefðbundnum æfingum sem allir þekkja og óhefðbundnum æfingum sem kannski ekki allir þekkja. Æfingar með ketilbjöllur og eigin líkamsþyngd þykir mér skemmtilegastar en notast við flest allan búnað sem fólk þekkir eins og handlóð, stangir, róðrarvélar o.fl. Sem þjálfari vil ég vera hvetjandi og leiðbeina og kenna eitthvað nýtt á hverri æfingu. Þannig hjálpa ég þeim sem æfa hjá mér að auka sjálfstraust á æfingum og í lífinu almennt.

 

Upplýsingar um þjálfun

Hópþjálfun / Fjarþjálfun / Mömmuþjálfun: www.gomove.is

Áherslur í þjálfun

Ég geri alltaf kröfu um gæði, en ekki hraða. Við viljum alltaf taka vel á því en æfum ávallt af skynsemi. Ég mæti þér þar sem þú ert, þú vinnur eftir þinni getu og því eru allir velkomnir í þjálfun til mín. Markmið mitt er að fá þig til að vilja mæta á hverja einustu æfingu og halda áfram.

Þjálfar í:

 • Ögurhvarfi
 • Laugum
 • Smáralind
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar