Karfan þín

Menntun:

M.Sc. í íþróttavísindum og þjálfun, einkaþjálfararéttindi frá ISSA og með meðgöngu og eftir meðgöngu þjálfararéttindi frá Girls Gone Strong.

Sérhæfing:

Ég hef brennandi áhuga á öllu sem tengist hreyfingu, árangri og einnig í að finna þennan gullna milliveg. Ég æfði fimleika í 14 ár og keppti meðal annars með landsliðinu í hópfimleikum á EM. Ég keppti einnig í modelfitness og varð m.a. bikarmeistari 2013 og tók 3ja sætið á Arnold Classic Europe sama ár. Í dag er ég tveggja barna móðir og var að ljúka við réttindi til að þjálfa konur á meðgöngu og eftir barnsburð.

Uppáhalds matur:

Það er alltaf að breytast, elska nýjungar í eldhúsinu. Vinn mikið með það að prófa mig áfram í meðlætinu og finnst það jafn mikilvægt og próteingjafinn. Ég leik mér oft með alls konar grænmeti eldað eða súrt en mér þykir hreinn matur þó alltaf bestur, nýr fiskur, íslenskt kjöt og grænmetisréttir.

Guilty Pleasure:

Setja á skemmtilega tónlist og dansa af mér allt vit!

Þjálfar í/á:

Kringlunni, Laugum og Vatnsmýri

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar