Karfan þín

Menntun:

 • Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
 • Grafísk miðlun
 • Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti
 • EMD Certification frá USA (Starfaði á Neyðarlínunni 112)
 • ÍAK styrktarþjálfari/einkaþjálfari

Námskeið:

 • Fjöldi skyndihjálparnámskeiða
 • Hef verið í Björgunarsveit Hafnarfjarðar síðan 2003

Sérsvið:

Styrkur, jafnvægi, liðleiki, þol og meiðslavinna eru þættir sem ég vinn einna helst með hvort sem um er að ræða fyrir íþróttafólk eða ekki. Ég legg mikla áherslu á bættan lífstíl, líkamlega- og andlega velllíðan þar sem unnið er með þarfir og markmið hvers og eins. Ég tek að mér einka-, hóp- og fjarþjálfun.

Teygjutímar; Hægt er að fá sérhæfða teygjutíma þar sem einn til tveir mæta saman í tíma þar sem unnið er að djúpteygjum sem eru sérsniðnar að þörfum hvers og eins.

Íþróttafólk og/eða meiðslavinna; ég aðstoða íþróttafólk í að hámarka árangur í sinni íþrótt og minnka áhættuna á að verða fyrir meiðslum. Séu meiðsli fyrir hendi áður en þjálfun hefst er unnið með þau samhliða með það að markmiði að styrkja viðkomandi svæði og koma í veg fyrir frekari meiðsli.

Íþróttabakgrunnur:

Ég hef verið í sérhæfðum lyftingum síðastliðin 5 ár og keppt á fjölmörgum fitnesskeppnum hér á Íslandi og erlendis bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Ég spilaði handbolta í tæp 10 ár, æfði kickbox í 2 ár, er með mörg belti í karate, er mikil skíðakona, keppti í snocrossi á vélsléðum ásamt fleiru.

Áhugamál:

Ég elska að ferðast um heiminn, dansa salsa, útivist í góðum félagsskap, extreme sports og fitness.

Þjálfar í:

 • Laugum
 • Hafnarfirði
 • Breiðholti
 • Smáralind