María Dís Eyþórsdóttir
Menntun:
- Einkaþjálfari
- Félagsliði
- Förðunarfræðingur
Sérhæfing:
Fitubrennsla og styrkur samhliða andlegri vinnu með sjálfsmynd og sjálfsöryggi.
Að elska sig í öllum útgáfum er mitt mottó.
Reynsla:
Ég hef mikla reynslu af að vinna með fólki.
Var lengi vel í umönnunarstörfum sem félagsliði og einnig í þjónustustörfum.
Ég æfði íþróttir sem barn og unglingur og byrjaði í ræktinni á unglingsárum. Síðan þá hef ég unnið með nokkrum einkaþjálfurum sem hafa kennt mér mikið. Mesta reynslu hef ég þó fengið af því að vinna við eigin þjálfun.
Áhugamál:
Ég hef mikinn áhuga á öllu sem tengist líkamsrækt. Fjallgöngur eru í miklu uppáhaldi, sérstaklega á sumrin, enda frábær leið til þess að auka þolið.
Svo elska ég dýr og hef átt bæði hunda og ketti.
Uppáhalds matur:
Nautalund með bernaise sósu, frönskum og fersku grænmeti
Uppáhalds tónlist:
Ég hlusta aðallega á techno tónlist, sérstaklega þegar ég er að æfa en annars hef ég líka gaman af popp tónlist
Guilty pleasure:
Að halda tónleika í bílnum!
Þjálfar í/á:
- Mosfellsbæ
- Árbæ
- Egilshöll
- Ögurhvarfi
- Breiðholti