Karfan þín

Menntun:

  • Stúdentspróf frá Kvennaskólanum í RVK
  • BA í Stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands
  • Einkaþjálfaraskóli World Class 
  • Spilaði Knattspyrnu með Álftanesi, Stjörnunni og Aftureldingu.
  • Skyndihjálpar námskeið
  • Hóptíma þjálfari

Sérhæfing:

Að hjálpa einstaklingum að ná sínum markmiðum. Legg mikið upp úr því að hafa fjölbreytni í æfingum svo það endist til langframa, engar skyndilausnir í boði!
Gæði eru mikilvæg og að hreyfing sé skemmtileg, öllum á að hlakka til að mæta á æfingu!
Ég tek á móti öllum. Byrjendum og lengra komnum. Einstaklingsmiðuð þjálfun.
Ég býð upp á einkaþjálfun, hópþjálfun (2-4 saman), mælingar, næringarráðgjöf og fjarþjálfun.

Reynsla:

Spilaði knattspyrnu í 20 ár. Með Álftanesi, Stjörnunni og Aftureldingu. Lærði mjög mikið á reynslu minni í þeirri íþrótt hvað þarf til að ná árangri. 
Hóptímaþjálari hjá World Class. Kenni aðallega Hot Fit, CBC, Spinning, Tabata, Buttlift.

Áhugamál:

Áhugamál mín snúast aðallega um hreyfingu. Ég elska að ögra sjálfri mér og finna hvar mín takmörk liggja. Koma mér hressilega út úr þægindarhringnum. Þá líður mér vel. Ég elska líka að hlaupa og hjóla, komast út í ferskt loft. Ég spilaði fótbolta mjög lengi svo ég fylgist vel með og kíki reglulega á völlinn. Svo að sjálfsögðu finnst mér æðislegt að ferðast og eyða tíma með fjölskyldunni og vinum.

Uppáhalds matur:

Góð spurning sem erfitt er að svara. Uppáhalds maturinn minn þessa stundina er heimabökuð pizza, lambalæri hjá mömmu, allt sem mamma eldar, svo gerir kærastinn minn mjög gott Lasagna. 

Uppáhalds tónlist:

Mjög fjölbreytt!! Gamalt og nýtt. Fer eftir því í hvernig stuði ég er.

Þjálfa í:

  • Egilshöll
  • Mosfellsbæ.
  • og eftir samkomulagi.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar