Karfan þín

Menntun:

  • Fusion Fitness academy 2012
  • ÍAK einkaþjálfari júní 2015 

 Námskeið

  • Skyndihjálpar námskeið - lágmark 1 sinni á ári.
  • Grunnnámskeið í ketilbjöllum
  • Ýmis námskeið á vegum FSÍ & ÍSÍ
  • Dagsnámskeið í hnébeygjum hjá meistaranum Dietmar Wolf
  • Fyrirlestur um sykur, koffín & fæðubótarefni hjá Dr. Jose Antonino

Sérhæfing
Ég hef mest unnið með konum/stelpum sem annaðhvort þurfa að léttast eða vilja bæta á sig vöðvamassa. Einnig hef ég unnið mikið með fólki með ýmiskonar axlameiðsli, sem er að koma í þjálfun eftir aðgerð á öxlum og þess háttar.

Svo finnst mér rosa skemmtilegt að fá inn stirða einstaklinga. Annars set ég engin takmörk á hvernig fólk ég tek að mér :)

Öllum velkomið að senda fyrirspurn.


Áhugamál:

Fyrst og fremst er það hreyfing. Fimleikar hafa alltaf verið brennandi áhugamál og æfði ég sjálf fimleika í 15 ár.  Ég æfði líka dans vel og lengi og fór í dansnám í Danmörku á sínum tíma. Ferðalög finnst mér alltaf skemmtileg og þá sérstaklega um fallega Ísland. Borða góðan mat í góðra vina hópi og svo er ég algjört þáttanörd.

Uppáhaldsþættirnir eru svona heimildarþættir um morðmál og raðmorðingja. Stundum skil ég ekki hvernig ég sef á nóttunni! 

Uppáhalds matur:
Sushi

Uppáhalds tónlist:
Alæta en Deep house & EDM er vinsælast hjá mér þessa stundina.

Guilty pleasure:
Þessi er erfið sko .. en Dr.phil klárlega. Kann öll helstu quote-in hans!

Þjálfar í:

  • Egilshöll
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar