Karfan þín

Menntun:

  • Náttufræðibraut við FÁ
  • Hóptímakennara námskeið
  • Einkaþjálfaraskóli World Class
  • BA í sálfræði

Sérhæfing:

Ég hef mikinn áhuga að vinna með konum sem hafa ekki hreyft sig um þó nokkurn tíma og vilja koma sér í gang aftur. Markmið mitt er að hjálpa einstaklingum að létta skapið sitt samhliða því að léttast eða bæta líkamsgetu.

Ég sérhæfi mig í skemmtilegum æfingum. Tek einnig að mér fitness þjálfun ásamt almennri þjálfun. Hef líka tekið að mér paraþjálfun jafnt og hópþjálfun (ekki fleiri en 4)

Reynsla:

Hef 10 ára reysnlu í lyftingarsalnum, þannig tel mig vita þó nokkuð vel hvað gott fyrir okkur og hvaða æfingar á að forðast eins og eldinn. Ég rek fjarþjálfunar fyrirtæki og hef gert það í 3 ár. Byrjaði að einkaþjálfa í sal 2017. Hef keppt í fitness 3x með ágætum árangi.

Ég hef kennt allskyns hóptíma á borð við tabata, buttlift, spinning, hot body, foam flex, karlaþrek o.fl. og kann því argrúa af æfingum.

Áhugamál:

Ég hef áhuga á fólki, allt sem því kemur, hvort sem það er fjölskyldan mín, barnið mitt eða einhver ókunnugur. Góður matur fær einnig toppsæti.

En það sem mér finnst hvað skemmtilegast er að sjá fólk ná árangri og þróast í betri útgáfur af sjálfum sér, andlega og líkamlega.

Einnig er ég mikill fitness unandi og stefni á stórmót núna 2018.

Uppáhalds matur:

Ef ég mætti bara velja eina matartegund þá væri það ostur, sérstaklega PRIMA DONNA aged osturinn.

Uppáhalds tónlist:

Ég segi oft að ég er alæta, en það er ekki satt. Ég get ekki þungarokk því að ég get ekki dansað við það eða sungið með því. Ég fíla tónlist með miklum bassa sem flæðir í gegnum líkamann á þér og lætur þig vilja hreyfa þig. Hröð taktföst tónlist með ljúfum undirtónum er það sem grípur mig oftast.

Guilty Pleasure:

Braðgarefur úr vesturbæjar ís. Gamli ísinn, ½ skammtur hockey pulver, ½ skammtur frosin hindber,  1 skammtur daim, 1 skammtur svörtu lakkrís lengjurnar. OG það mikilvægasta er að það þarf að þeyta hann LÍTIÐ, svo að ég geti verið LENGI að borða hann, því fæ þetta EKKI oft!

Þjálfar í/á:

  • Smáralind
  • Tjarnarvöllum
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar