Karfan þín

Menntun:  

  • Stúdentspróf í félagsvísindum
  • B.Sc. í íþróttafræði úr HR- útskrifast í vor 2020
  • Leiðbeinandi í skyndihjálp – Rauði Kross Íslands

Sérhæfing: 

  • Einkaþjálfun
  • Hópaþjálfun (2-4)
  • Fjarþjálfun
  • Styrktarþjálfun

Ég tek að mér einstaklinga sem vilja öðlast bættan lífsstíl, hvort sem markmiðið sé að léttast, þyngjast, auka úthald, bæta á sig vöðvamassa, styrk eða bara fyrir betri líðan. Þjálfunin er fyrir konur og karla, byrjendur sem og lengra komna. Ég legg mikið upp úr fræðslu, hvatningu og stuðning.

Tek að mér einnig einstaklinga með sérþarfir.

Reynsla: 
Hreyfing hefur alltaf verið í myndinni hjá mér síðan ég var lítil stelpa og byrjaði ég ung að æfa allskyns íþróttir, ég hélst sem lengst í dansi og fimleikum og var ég að æfa það í 8 ár. Ég byrjaði að hafa mikinn áhuga á lyftingum fyrir 8 árum og leiddi það mig í að keppa í bikini fitness á Iceland Open og hafnaði þar 3. og 4. sæti. Ég hef síðan verið að kenna hóptíma hér í World Class í tvö og hálft ár í Smáralind.

Áhugamál: 
Að hreyfa mig, skoða landið okkar og önnur lönd/aðra menningarheima, vera með fjölskyldu og vinum.

Uppáhalds matur: 
Nautalund og sushi!

Uppáhalds tónlist: 
Ég get hlustað á allt nema Taylor Swift

Guilty pleasure: 
Nammiland og Brynjuís

Þjálfar í:

  • Smáralind
  • Egilshöll
  • Laugum
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar