Karfan þín

Menntun: 

  • Verzlunarskóli Íslands (2010)
  • Iðnaðarverkfræði Háskóli Íslands (2014)
  • Einkaþjálfararéttindi frá ISSA Trainer (2008) (International Sports Sciences Association)

Sérhæfing: Ég er sjálf dansari, spinningkennari, hóp- og einkaþjálfari hjá World Class og legg mikla áherslu á styrk á miðjusvæðinu. Allar æfingar reyna á styrk á miðjusvæðinu. Ég hef mikinn áhuga á vaxtamótun og vinn mikið með teygjur, eigin líkamsþyngd ásamt lóðum til að móta og styrkja líkamann. Sjálf keppti ég í Bikini Fitness árið 2008 og öðlaðist þar mikla reynslu í matarræði og mótun.

Áhugamál: Helstu áhugamál eru dans, tónlist, ævisögur, fjárfestingar, markaðsmál og viðskipti. Ég er mikill adrenalínfíkill og hef gaman að mjög krefjandi æfingum. Enginn árangur næst án áreynslu - þannig ég nýt þess að ýta sjálfri mér og öðrum út fyrir þeirra mörk og sjá árangurinn skila sér.

Uppáhalds matur: Indverskur kjúklingaréttur með góðu nan-brauði, gott fahitas með heimagerðu guagamole, þunnbotna pizza með litlum osti og góð nautalund úr Kjötkompaníinu.

Uppáhalds tónlist: Ég fékk tónlistaruppeldi frá pabba og mömmu. Þannig uppáhaldstónlistin nær alveg frá Bítlunum, Queen, Meat Loaf og yfir í Britney Spears, Beyonce og þaðan í Ed Sheeran, Eminem, Drake og Weeknd. Mætti segja að ég væri alæta mínus þungarokk og ópera.

Guilty pleasure: 
Piparnóakropp og kisukúr ! 

Þjálfar í:

  • Smáralind
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar