23. febrúar 2018

Frábær ferð fyrir fólk á öllum aldri, þar sem hægt er að njóta dekurs og vellíðunar í góðu loftslagi.

Lóló sem er einn reynslumesti einkaþjálfari landsins heldur utan um hópinn og mun bjóða uppá léttar gönguferðir, æfingar og teygjur á ströndinni, pilates æfingar og hreyfingu í vatni fyrir þá sem vilja - auk slökunar eins og henni einni er lagið. Hver og einn fær persónulega ráðgjöf um hollt mataræði, hreyfingu og svefn.

Barcelo Asia Gardens Hotel & Spa *****
Bercelo Asia Gardens heilsuhóteli að tælenskum stíl. Hótelið er staðsett uppi í furupríddum Sierra Cortina hlíðunum með stórkostlegu útsýni yfir Costa Blanca. Hótelið býður upp á sjö útisundlaugar og spa með líkamsræktaraðstöðu, upphitaðri innilaug og heitum potti. Herbergin eru stílgrein undir áhrifum balískrar hönnunar. Með hverri gistingu fylgja kimonóar, inniskór og þráðlaust net. Tælenskt nudd er í boði í fallegum asískum görðum fullum af snotrum tjörnum og gosbrunnum.
Fjórir veitingastaðir eru á hótelinu: Udaipur hlaðborð, asískt á la carte, miðjarðarhafsstaður og alþjóðlegur staður - auk þriggja ólíkra bara. 

Innifalið
Flug og flugvallarskattar
Gisting á 5 stjörnu hóteli í 7 nætur með morgunmat
Akstur til og frá flugvelli
Íslensk fararstjórn

Ummæli úr fyrri ferð
"Asia Gardens er dásamlegur staður. Þessi vika með Lóló leið eins og í draumi. Pilates, gönguferðir, sund, slökun við sundlaugina. Lóló trítlandi á milli með herðanudd fyrir hópinn sinn. Þetta er ferðin til að gleyma stað og stund og rækta sjálfan sig með fagmanneskju eins og Lóló sem heldur utan um hópinn sinn. Ég ætla ekki að missa af næstu ferð." Ragnhildur Gottskálksdóttir

"Vikudvöl mín á Asia Gardens stóð algjörlega undir væntingum. Hótelið sérstaklega fallegt að utan sem innan. Persónuleg þjónusta frá starfsfólkinu og notalegt andrúmsloft. Hótelgarðurinn, sundlaugarnar og veitingastaðirnir algjörlega æðisleg upplifun. Lóló, fararstjórinn okkar, dásamleg og hélt vel utan um hópinn. Pilates, teygjuæfingar á morgnanna, dekur í sundlaugunum og gönguferðir. Ég er búin að ferðast mikið um ævina, ég get sagt með sanni að Asia Gardens er sannkallaður draumastaður." Þóra Guðmundsdóttir

 

10.000 kr. afsláttur fyrir World Class meðlimi ef bókað er fyrir 15. mars 2018. 
Afsláttarkóði: lóló
22.-29. apríl
Verð frá 229.900 kr. á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli.

Til baka