03. október 2019

World Class mun opna stórglæsilega 2000 fm heilsuræktarstöð á jarðhæð í nýbyggingu Grósku í Vatnsmýrinni við hlið Háskóla Íslands í ágúst 2020. 

Stöðin verður fullútbúin heilsuræktarstöð í heimsgæðaflokki eins og stöðvar World Class eru þekktar fyrir. Stöðin mun innihalda fullbúinn tækjasal með Life Fitness og Hammer Strength tækjum og WorldFit sal. Í stöðinni verður heitur pottur, kaldur pottur fyrir víxlböð og kæliþjálfun, infrarauð sauna og þurrgufa.

World Class í Vatnsmýri verður því sú sextánda í hópi glæsilegra stöðva sem fyrir eru.

ATH! Fréttin hefur verið uppfærð.

Til baka