12. nóvember 2019

Infrared Fit Pilates
Fit Pilates leikfimi styrkir allan líkamann og færir þátttakendum langa fallega vöðva. Þjálfar djúpvöðva líkamans, flatur magi, stinnur rass og læri, sterkt bak, betri líkamsstaða og aukinn liðleiki.

Tímarnir eru kenndir í heitum hóptímasal með infrarauðum hita í lofti og gólfi ásamt hita og rakatækjum. 
Hér eru nokkrir punktar um ávinning þess að stunda æfingar í infrarauðum sal og hvað infrarauður hiti getur gert fyrir okkur:

- Eykur útskilnað úrgangs / eiturefna í líkamanum
- Styrkir ónæmiskerfið
- Dregur úr vöðvaverkjum, spennu, bólguástandi, liðverkjum og óhreinni húð
- Eykur blóðrásina og umbrot (eykur þannig bruna líkamans)
- Dregur úr streitu og veitir orku
- Lækkar blóðþrýsting
- Hraðari endurheimt eftir meiðsli og æfingar með hárri ákefð.
- Infrarauður hiti styður við önnur meðferðarúrræði.

Skráning á námskeiðið er hafin!

Frír prufutími verður fimmtudaginn 14. nóv kl. 18:00 á Tjarnarvöllum. Kennari er Ásdís Guðmunsdóttir.

Til baka