03. janúar 2022

Vinsamlega athugið!

 

Covid smitaður einstaklingur mætti í tækjasalinn í World Class í Laugum á gamlársdag 31. desember sl. milli kl. 11:00 -13:00

 

Smitrakningarteymið hefur biðlað til þeirra sem að voru í tækjasalnum á fyrrnefndum tíma að skrá sig í smitgát. 

 

Til að hamla útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins er bæði verið að beita sóttkví og smitgát. Smitgát er vægara úrræði og notuð þegar einstaklingur hefur mögulega verið útsettur fyrir COVID-19 en ekki er talin þörf á sóttkví. 

 

Til dæmis ef einstaklingur hefur verið á sama stað og einhver sem greinst hefur með COVID-19 á þeim tíma sem talið er að hann geti hafa verið smitandi. 

 

Hér er hlekkur til að skrá sig í smitgát: http://smitgat.covid.is 

 

Við skráningu sendist strikamerki fyrir hraðpróf og síðar annað strikamerki fyrir hraðpróf á fjórða degi frá skráningu. 

 

Hér er hlekkur til að sjá opnunartíma fyrir hraðpróf: https://www.landlaeknir.is/covid19-hradprof 

 

Nánari upplýsingar um smitgát má finna á þessum hlekk: https://www.covid.is/undirflokkar/smitgat 

 

Athugið, ekki mæta í skóla eða vinnu nema neikvæð niðurstaða liggi fyrir úr fyrra hraðprófi.  

 

Bestu kveðjur

Starfsfólk World Class

Til baka