11. október 2021

WorldFit Unglingar er þjálfun fyrir 13-16 ára sem býður upp á fjölbreyttar æfingar til að bæta almennt hreysti. Áherslur eru lagðar á ólympískar lyftingar, kraftlyftingar, fimleika og þolæfingar ásamt fleiru.
 
Markmið WorldFit Unglinga er að fá að blómstra sem einstaklingur, bæta sig í alhliða hreysti og á sama tíma byggja upp sjálfstraust til að taka með sér út í lífið.
Allir unglingar geta byrjað í WorldFit Unglingar því hver æfing er aðlöguð að getu einstaklingsins.

Núna er að hefjast nýtt grunnámskeið sem er fullkomið fyrir þá unglinga sem vilja prufa WorldFit. Áhersla er lögð á ólympískar lyftingar, kraftlyftingar, fimleika og þolæfingar ásamt fleiru. Grunnnámskeiðið er kennt 2x í viku, klukkutíma í senn, í tvær vikur og í kjölfarið virkjast mánaðarkort í WF

Unglinga sem veitir aðgang að öllum tímum og staðsetningum á tímatöflu

Kringlan: hefst 12. okt, kennt þri og fim kl 15:30

Vatnsmýri: hefst 18. okt, kennt mán og mið kl 15:30

Til baka