Hvað er World Class Boxing Academy?

Okkar áherslur

Nýverið gengu World Class og Hnefaleikafélag Reykjavíkur í samstarf og er til húsa á efri hæðinni í Gömlu Kringlunni. Auðvelt er að segja að það sé allt til alls og nóg pláss.

Boðið verður upp á fjölbreytt úrval tíma. En þeir eru Unglingabox fyrri 12-17 ára (Grunnnámskeiði og Framhaldstíma), Box fyrir 17 ára og eldri (Grunn og Framhaldstíma) og Keppnishópa.

Einnig er boðið upp á svokallaða Boxing Conditioning og BoxFit en þeir tímar eru einu tímarnir sem krefjast engrar tæknikunnáttu og óþarft að klára grunnnámskeið til að taka þátt í. Þegar húsið er opið og engir tímar í gangi í töflu er frjálst að mæta og taka æfingu í aðstöðunni en mikil áhersla er lögð á að reglum sé fylgt.

Kennt er eftir miklu og góðu agakerfi sem hefur reynst mjög vel hjá þjálfurum undanfarin ár og skilað miklum árangri en markmið þjálfunarinnar er mikil blanda þess að móta sterka boxara en á sama tíma byggja upp sterka einstaklinga. Mikil áhersla er á öryggi og allt á æfingum framkvæmt undir miklu eftirliti.

Boxing Academy þjálfarar

Davíð Rúnar er yfirþjálfari WCBA en hann er einn reyndasti hnefaleikakennari landsins með yfir 17 ára reynslu úr greininni bæði sem keppandi og kennari. Þórarinn Hjartarson er aðstoðaryfirþjálfari með meira en áratuga reynslu í greininni með góðum árangri.

Rétta kortið fyrir þig

Fyrir byrjendur

Til að geta tekið þátt í einhverjum tímum sem heita „Framhald“ eða „Keppnis (CT)“ þá þarf að hafa lokið Grunnnámskeiði hjá World Class Boxing Academy eða með sambærilegu móti annarsstaðar. Ef að iðkendur eru óvissir um hvort að þeir séu tilbúnir í svokallaða framhaldstíma er alltaf hægt að óska eftir að hitta þjálfara sem þá metur stöðuna og getur þá ákveðið það í sameiningu með iðkanda beri svo við.

Í grunnnámskeiðinu er farið ítarlega yfir öll helstu grunnatriði hnefaleika: rétt vörn, fótavinna og hvernig á að kýla rétt.

Frír prufutími er í boði fyrir alla.

Grunnnámskeið

Grunnnámskeið Boxing Academy

Meðlimir Boxing Academy þurfa að eiga kort í World Class.

    Tímar í Boxing Academy

    Framhaldstímar

    Í þessum tímum er farið dýpra í tækniatriði í ólympískum hnefaleikum en allir sem mæta í þessa tíma verða að hafa lokið grunnnámskeiði í hnefaleikum þar sem að farið er skrefi lengra en í grunnnámskeiðum í bland við enn flóknari tækniatriði í greininni en mikið er lagt upp úr öryggi iðkenda. Þessir tímar eru mjög góður grunnur til að undirbúa iðkendur í að mæta til æfinga með keppnishóp kjósi þeir að gera það þegar þeir hafa náð nægri tæknilegri kunnáttu að mati þjálfara.

    Búnaður sem þarf að hafa: Almenn íþróttaföt, boxanskar, tannhlíf, vafningar og höfuðhlíf.

    Boxing Conditioning

    Opnir öllum meðlimum Boxing Academy

    Í tímunum er lagt mikla áherslu á að hámarka þrek til hnefaleikaiðkunar í bland við allkyns skemtilegar þrekæfingar sem reyna á allan líkamann. Ekki þarf að hafa lokið grunnnámskeiði til að taka þátt.

    Búnaður sem þarf að hafa: Almenn íþróttaföt, boxhanskar og vafningar. Hægt er að fá lánaða hanska á staðnum en mælt er með að iðkendur eigi sína eigin.

    BoxFit

    Opnir öllum meðlimum Boxing Academy

    Í tímunum er blandað saman einföldustu höggunum í boxi og fjölbreyttum, skemtilegum og krefjandi æfingum í bland með möguleika á að gera einfaldari eða flóknari útgáfur af æfingum hverju sinni. BoxFit hentar öllum óháð aldri og reynslu í líkamsrækt. Ekki þarf að hafa lokið grunnnámskeiði til að taka þátt.

    Verðskrá

    Kort og áskriftir

    Til að skrá sig í Boxing Academy þarf að hafa lokið grunnnámskeiði. Einnig þurfa iðkendur að vera korthafar í World Class.

      Box Unglingar

      Fyrir 12-17 ára

      í þessum tímum er farið yfir öll helstu grunnatriðin í hnefaleikum : rétt vörn, fótavinnu og hvernig á að kýla rétt. Kennt er sérstaklega út frá svokölluðu „Diploma“ kerfi en þar er alfarið unnið út frá tæknilegri kunnáttu og bannað að kýla fast til að tryggja öryggi iðkenda. Iðkendur með engan grunn ljúka 10 vikna grunnnámskeiði áður en þeir fara í framhaldshópinn. Mikið er lagt upp úr því að iðkendur fylgi ströngu aga og reglukerfi sem þjálfararnir okkar hafa mótað í gegnum margra ára reynslu með mjög góðum árangri.

      Búnaður sem að þarf að hafa: Almenn íþróttaföt, boxanskar, tannhlíf og vafningar. Í grunnnámskeiði geta iðkendur fengið lánaða hanska.

      Box Unglingar

      Kort og áskriftir

      Meðlimir Box Unglinga þurfa ekki að eiga kort í World Class. Iðkendur þurfa að hafa lokið Box Unglingar Grunnnámskeiði

        Markmið þjálfaranna er einfalt, að bjóða alla velkomna til að læra hnefaleika óháð tæknikunnáttu og á sama tíma stækka keppnisliðið enn meir.

        Frístundastyrkur

        Frístundastyrkir Til að nýta frístundastyrkinn þarf kort að vera í 3 mánuði eða lengra tímabil (samningurinn er bundinn í lágmark 3 mánuði). Hafnarfjörður – versla þarf kort í afgreiðslunni og fá kvittun, fara inná mínar síður á Hafnarfjordur.is í umsóknir og sækja um frístundastyrk.

        Önnur bæjarfélög greiða hér

        Svör við algengum spurningum

        • Í flestum tilfellum getur viðkomandi mætt beint í framhaldstíma í boxi og það á bæði við um Unglingabox og Box fyrir 17 ára og eldri (fullorðins tíma). Ef að viðkomandi er óviss er það besta í stöðunni að setja sig í samband við yfirþjálfar í gegnum tölvupóst davidboxari@worldclass.is og útskýra stöðuna eða hreinlega mæta í frían prufutíma í framhalds tíma og meta svo stöðuna í samráði við þjálfara.