Àrni Ìsaksson

Árni er fyrsti Íslenski atvinnumaðurinn (12-5) í blönduðum bardaga listum (MMA). Hann er fyrrum ProFc og Cage Contender veltivigtarmeistar í MMA. Árni var einnig evrópumeistari áhugamanna í Kickboxi sem og íslandsmeistari í ólympískum hnefaleikum. Ennfremur hefur hann unnið Mjölnir Open (Þyngdarflokk og Opinn flokk). Árni er með svart belti í Brasilísku Jiu Jitsu.
Ekki margir geta sagt hafa unnið þrjá atvinnumannabardaga í MMA á einu kvöldi. Árni varð einn af þeim er hann vann Cage Warriors átta manna veltivigtar útsláttarkeppni. Árni kláraði alla þrjá bardaga sína það kvöld en tveir af bardögunum voru á móti fyrrum UFC bardagamönnum.
Árni hefur víðtæka reynslu af þjálfun, bæði byrjenda og atvinnumanna.
BJJ Linage (Rickson / Helio Gracie > Luiz Palhares > Arnar Freyr Vigfússon > Árni Ísaksson)