Karfan þín

20 plús tímar hefjast 16. janúar!

Við erum loksins að endurvekja gömlu góðu danstímana með nýjum áherslum fyrir danshóp 20 plús.

Danstímar með Stellu Rósenkranz, Rakel Kristins og Helgu Sigrúnu. 

Einfaldar feminine kóreógrafíur þar sem nemendur hafa fullt svigrúm til þess að lifa sig inn í rútínuna og tengja við kvenlegu hliðina. Commercial kóreógrafíur með áhrifum frá Jazz Funk, Jazz og Dancehall. Danskennslan er á þeim hraða sem hentar hópnum, ekki of hröð yfirferð heldur viðráðanleg og áhersla lögð á línur (alignment) og tjáningu.

Hefur þig alltaf langað að vera partur af performance hóp?
Þá er þetta eitthvað fyrir þig. Markmiðið er að úr þessu verði performance hópur. Hópurinn tekur þátt í nemendasýningu í Borgarleikhúsinu í mars.

HVENÆR ER TÍMINN KENNDUR
Nemendur æfa 1x í viku.
Tíminn fer fram alla miðvikudaga kl.18.30-20.00.

ALDURSTAKMARK
20 ára aldurstakmark er í tímana. 

KENNSLUSTAÐIR

World Class í Kringlunni

LENGD NÁMSKEIÐS
6 vikur (15. janúar - 19. febrúar)

VERÐ
D deild : 16.990 kr.

LÍKAMSRÆKTARKORT
Líkamsræktarkort er ekki innifalið í verði og fylgir ekki með námskeiðinu. 

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar