Karfan þín

Þessir tímar henta öllum sem stunda golf, byrjendum sem og lengra komnum.
Tímarnir eru samsettir af æfingum sérsniðnum fyrir golfara. Við styrkjum líkamann, aukum sveigjanleika og jafnvægi. Umfram allt aukum við einbeitingu og úthald, minnkum líkur á meiðslum og komumst í betra form fyrir sumarið.

ÁVINNINGUR MEÐ JÓGANU

  • Halda betur út heilan golfhring
  • Auka vöðvajafnvægi sem skilar sér í betri sveiflu
  • Auka líkamsvitund og hreyfifærni líkamans
  • Bæta líkamlega þætti sem auka líkurnar á betri frammistöðu á golfvellinum.

Katherine Roberts, Arizona USA , setti saman sérhæft æfingarkerfi sem hún kallar “ YFG” yoga for golfers. Katherine var í samstarfi við fræga PGA kennara, atvinnukylfinga og aðra sem koma að þjálfun golfara, td Hank Haney (fyrrum þjálfara Tiger Woods og Mark O´Meara).

 

Innifalið í námskeiðinu er eftirfarandi:

  • Lokaðir hóptímar 2x í viku.
  • Aðgangur að öllum opnum tímum á öllum stöðvum World Class.
  • Aðgangur að öllum 18 stöðvum World Class.
  • Aðgangur að Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Breiðholtslaug, Árbæjarlaug, Lágafellslaug, Sundlaug Akureyrar, Sundlaug Hellu og Sundhöll Selfoss.
  • 10% afsláttur af öllum vörum og þjónustu snyrti- og nuddstofanna Aqua Spa & Laugar Spa.
  • 20% afsláttur af stökum degi/skipti í Betri stofuna.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar