Karfan þín

Nýárs Hot Yoga námskeið með Lana Vogestad

Kveddu árið í kyrrð og byrjaðu nýtt ár með nýglæddum neista.

Á þessu námskeiði munum við dýpka þekkingu á Hot Yoga, Hot Vinyasa og íhugun með því að fínpússa jógastöðurnar og gefa gaum að orkulíkamanum okkar meðan við könnum innri heima.

Við munum kafa djúpt og kynnast mismunandi tækni til að eflast og dafna á líkama og sál. Vertu viðbúin/nn upplifun sem mun snerta öll vitin og hjálpa þér að ná nýjum hæðum og vera besta útgáfan af þér.

Námskeiðið er opið öllum! - Nú haldið í áttunda sinn.

Laugardagur 28. desember
09:00-10:30 - VISION (Hot Yoga Flow)
13:00-15:00 - ADVENTURE & DYNAMICS (workshop + Hot Vinyasa)

Sunnudagur 29. desember
13:00-15:30 STRUCTURE & SPIRIT (workshop + Hot 26 + Yoga Nidra)

Mánudagur 30. desember
17:30-19:15 - MAGIC (Hot Yoga Flow) Soundbath by Mikael Lind

Þriðjudagur 31. desember
11:00-12:30 - TRANSFORMATION Chakra Flow with Live Drumming by Cheick Ahmed Tidiane Bangoura

World Class meðlimir - 18:000 kr.
Fullt verð - 20.250 kr.
Bættu við aðgangi í Betri stofuna í fimm daga +8.000 kr.

 

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar