Á þessu fjögurra vikna námskeiði er kennt jóga sem hentar vel byrjendum.
Kenndar verða undirstöður iðkunarinnar: jógastöður, margskonar öndunartækni, hugleiðsla, djúpslökun og jóga heimspeki. Námskeiðið er heildrænt og verður kynning á öllum örmum jógafræðanna, en þeir eru átta talsins og eru jógastöðurnar aðeins einn þeirra. Nemendur fá æfingar, verkefni, fræðslu- og ítarefni tengt sérhverjum armi. Tímarnir eru kenndir í heitum sal með innfrarauðum hita til að komast dýpra í teygjurnar.
Innifalið í námskeiðinu er eftirfarandi:
- 4 vikna námskeið.
- Lokaðir hóptímar
- kennt 2x í viku.
- Vönduð kennsla og fræðsla.
- Leiðbeiningar um mataræði.
- Æfingar og verkefni. Ítar- og fræðsluefni.
- Aðgangur að lokuðum facebook hóp.
- Aðgangur að öllum opnum tímum á öllum stöðvum World Class.
- Aðgangur að öllum 18 stöðvum World Class.
- Aðgangur að Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Breiðholtslaug, Árbæjarlaug, Lágafellslaug, Sundlaug Hellu, Sundlaug Akureyrar og Sundhöll Selfoss.