Karfan þín

Lokað grunnnámskeið þar sem 12 komast að í einu.
Skemmtilegt og krefjandi námskeið þar sem við lærum að fljúga, hvolfa okkur og notast  við þyngdaraflið til þess að auka liðleika, jafnvægi og styrk.

Í Rólu jóga lærum við að fara á hvolf en það er frábær leið til þess að losa spennu í vöðvum í baki og öxlum. Við lengjum þannig úr hryggnum og leiðréttum líkamsstöðu.

Liðleiki: Við lærum helling af stöðum og æfingum sem auka liðleika og jafnvægi samtímis. Rólan gefur okkur tækifæri til þess að notast við þyngdaraflið og kynnast liðleika og jafnvægis þjálfun á nýjan og spennandi hátt.

Styrktarþjálfun: Jóga er frábær leið til þess að auka styrk og úthald. Í hefðbundnu jóga á dýnu erum við stöðugt að ýta okkur upp og halda, en það sem vantar eru tog-æfingar. Þegar engar tog-æfingar eru iðkaðar myndast ójafnvægi í líkamanum og getur það ollið bakverkjum og tapi á hreyfigetu í öxlum. Á þessu námskeiði notum við tog-æfingar eins og upphífingar með stuðning til þess að auka styrk og koma þannig jafnvægi á bak- og axlar- vöðva.

Bakbeygjur: Bakbeygjur eru einar af mest krefjandi jógastöðunum þar sem þær krefjast bæði opnunar í baki og styrk í öxlum og höndum. Margir jóga iðkendur ná litlum sem engum árangri í bakbeygjum og sleppa þeim í iðkuninni og tímum vegna þess.
Við notum róluna fyrir svokallaðar passívar bakbeygjur með stuðning þar sem okkur gefst tækifæri til þess að slaka inn í bakfetturnar og þannig opna bakið og ná árangri í stöðunum.

 

Innifalið á Rólu jóga námskeiði:

  • Lokaðir hóptímar 1 sinni í viku.
  • Aðgangur að öllum opnum tímum á öllum stöðvum World Class.
  • Aðgangur að öllum 18 stöðvum World Class.
  • Aðgangur að Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Breiðholtslaug, Árbæjarlaug, Lágafellslaug, Sundlaug Akureyrar, Sundlaug Hellu og Sundhöll Selfoss.
  • 10% afsláttur af öllum vörum og þjónustu snyrti og nuddstofunnar Laugar Spa.
  • 20% afsláttur af stökum degi/skipti í Betri stofuna.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar