Karfan þín

Löturskokk og göngur
Þessi tímar byggja á hugmyndafræði löturskokks (e. slow jogging og chi-running) þar sem áhersla er á mjög rólegt skokk og göngur. Farið verður yfir tæknina að baki hugmyndinni og hún æfð með sérstökum löturskokk æfingum og rólegum göngum í fellunum í kringum Mosfellsbæ. Inn í þetta fléttast jógateygjur og styrktaræfingar, öndunaræfingar og núvitund.
Tímarnir henta öllum þeim sem geta gengið án þess að finna fyrir verkjum og hafa ánægju af útiveru. Þetta eru rólegir tímar, þar sem markmiðið er upplifun, gleði, samvera, andleg og líkamleg endurnæring.

Kennari: Inga Þóra Ingadóttir - jógakennari

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar