Karfan þín

Námskeið fyrir konur sem vilja stunda markvissa og örugga heilsurækt á eftir barnsburð og geta tekið börnin með sér í tíma. Hver tími hefst á 15mín markmiðasetningu og andlegum styrktaræfingum og svo er farið í 45mín af æfingum sem er blanda af góðri upphitun, þoli, styrktaræfingum og teygjum. Þjálfari er með mastersgráðu í þjálfaravísindum og með réttindi til að þjálfa á meðgöngu og eftir barnsburð og er tilbúinn að mæta hverri og einni á þeim stað sem hún er líkamlega.

 

Innifalið í námskeiðinu er:

  • 4 vikna námskeið.
  • Lokaðir hóptímar kennt 3x í viku.
  • Vönduð kennsla og fræðsla.
  • Aðgangur að öllum opnum tímum á öllum stöðvum World Class.
  • Aðgangur að öllum 18 stöðvum World Class.
  • Aðgangur að Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Breiðholtslaug, Árbæjarlaug, Lágafellslaug, Sundlaug Hellu, Sundlaug Akureyrar og Sundhöll Selfoss.
  • 10% afsláttur af öllum vörum og þjónustu snyrti- og nuddstofunnar Laugar Spa og Aqua Spa
  • 20% afsláttur af stökum degi/skipti í Betri stofuna.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar