Karfan þín

Fit Pilates námskeið.
Fit Pilates leikfimi styrkir allan líkamann og færir þátttakendum langa fallega vöðva. Þjálfar djúpvöðva líkamans, flatur magi, stinnur rass og læri, sterkt bak, betri líkamsstaða og aukinn liðleiki.

Fyrst og fremst er verið  að vinna með innri jafnvægisvöðvana í Kjarnanum*. En auk þess þjálfum við stóru vöðvana í kvið og baki, læri, rassvöðva, styrkjum  mjaðmir, hendur og axlir.

  • Enginn hamagangur og læti en virkilega vel tekið á
  • Æfingar á boltanum veita þægilegt vöðva og líffæranudd
  • Stuðlar að betri líkamsbeitingu í daglegu lífi og öðrum íþróttagreinum

*Innri jafnvægisvöðvarnar – vöðvarnir sem passa upp á hrygginn og eru grunnurinn fyrir allar hreyfingar. Nefnist ýmsum nöfnum „innra vöðvahúsið", djúpvöðvar, kjarnavöðvarnir, Powerhouse eða Core á ensku.

Innifalið á Fit Pilates námskeiði:

  • Lokaðir hóptímar 2x í viku.
  • Aðgangur að öllum opnum tímum á öllum stöðvum World Class.
  • Aðgangur að öllum 18 stöðvum World Class.
  • Aðgangur að Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Breiðholtslaug, Árbæjarlaug, Lágafellslaug, Sundlaug Akureyrar, Sundlaug Hellu og Sundhöll Selfoss.
  • 10% afsláttur af öllum vörum og þjónustu snyrti og nuddstofunnar Laugar Spa.
  • 20% afsláttur af stökum degi/skipti í Betri stofuna.

 

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar