HiiT Pilates er í heita salnum í Vatnsmýri.
HiiT Pilates eru 30 mínútna æfingar þar sem við keyrum upp púlsinn á móti rólegri ákefð. Æfingakerfið byggist á að vinna með djúpu kjarnavöðva líkamans, vöðvana sem eru næst hryggnum. Hér er lögð áhersla á að styrkja og lengja vöðva, auka teygjanleika vöðvanna og þol.
Innifalið í námskeiðinu er:
- 4 vikna námskeið.
- Vönduð kennsla og fræðsla.
- Aðgangur að öllum opnum tímum á öllum stöðvum World Class.
- Aðgangur að öllum 18 stöðvum World Class.
- Aðgangur að Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Breiðholtslaug, Árbæjarlaug, Lágafellslaug, Sundlaug Hellu, Sundlaug Akureyrar og Sundhöll Selfoss.
- 10% afsláttur af öllum vörum og þjónustu snyrti- og nuddstofunnar Laugar Spa og Aqua Spa.
- 20% afsláttur af stökum degi/skipti í Betri stofuna.