Karfan þín

Líkamsræktarnámskeið fyrir konur sem vilja stunda markvissa og örugga líkamsrækt á meðgöngu. Æfingarnar taka mið af þeim líkamlegu breytingum sem konur ganga í gegnum á meðgöngu og hve langt komnar þær eru.

Námskeiðið  byggist á þol- og alhliða styrktarþjálfun og lögð áhersla á að styðja grindabotns- og bakvöðva. Æfingar eru fjölbreyttar og samanstanda m.a. af þolfimi, styrktaræfingum, þrekhring o.fl. Mikil áhersla er lögð á að tímarnir séu líflegir og skemmtilegir. Að auki hittast hóparnir utan tíma og skapast gott og skemmtilegt andrúmsloft innan þeirra. 
 
 
Innifalið í námskeiðinu er eftirfarandi:

  • Þjálfun 2x í viku,
  • Góður aðgangur að leiðbeinendum utan tíma.
  • Aðgangur að fræðsluefni á netinu.
  • Leiðbeiningar um mataræði.
  • Blóðþrýstingsmælingar eftir óskum
  • Aðgangur að öllum opnum tímum á öllum stöðvum World Class.
  • Aðgangur að öllum 18 stöðvum World Class.
  • Aðgangur að Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Breiðholtslaug, Árbæjarlaug, Lágafellslaug, Sundlaug Akureyrar, Sundhöll Selfoss og Sundlaug Hellu.
  • 10% afsláttur af öllum vörum og þjónustu snyrti og nuddstofunnar Laugar Spa.
  • 20% afsláttur af stökum degi/skipti í Betri stofuna.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar