Karfan þín

Tækniæfingar og ein af grunnstoðum styrktarþjálfunar. Þar er farið nákvæmlega yfir flóknar æfingar eins og snörun (snatch), jafnhöttun (clean and jerk), réttstöðu og fleiri æfingar með stöng. Fundin er hámarksþyngd hvers og eins og unnið út frá því. Þetta æfingafyrirkomulag getur hjálpað öllum að ýta undir gífurlegar bætingar þegar unnið er að auknum styrk. Æfingarnar reyna á styrk, snerpu, hraða, liðleika, samhæfingu og jafnvægi.

Um er að ræða mjög mikilvæga þætti til að byggja upp almennt hreysti og gott úthald. Kennt 2 sinnum í viku á þriðjudögum og fimmtudögum.

Innifalið á Ólympískar námskeiði:

  • Lokaðir hóptímar 2 sinnum í viku.
  • Aðgangur að öllum opnum tímum á öllum stöðvum World Class.
  • Aðgangur að öllum 15 stöðvum World Class.
  • Aðgangur að Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Breiðholtslaug, Árbæjarlaug, Lágafellslaug, Sundlaug Akureyrar og Sundhöll Selfoss.
  • 10% afsláttur af öllum vörum og þjónustu snyrti og nuddstofunnar Laugar Spa.
  • 20% afsláttur af stökum degi/skipti í Betri stofuna.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar