Karfan þín

Á námskeiðinu eru kennd helstu grunnspor í magadansi þar sem áherslan liggur á kvið og mjöðmum. Jafnframt er boðið upp á liðleikaæfingar fyrir axlir og brjóstkassa, kenndir nokkrir dansar við skemmtileg lög og í lok hvers tíma eru góðar teygjur. Magadansbelti, slæður og blævængir á staðnum. Námskeiðið er eingöngu ætlað konum frá 18 ára aldri. 

Þátttakendur eru berfættir í tímanum og klæðast þægilegum fatnaði, t.d. leggings og/eða pilsi og bol eða topp.

Ókeypis prufutími miðvikudagskvöldið 30. september kl. 20 í World Class Smáralind.  Allar hjartanlega velkomnar!

ATH! Aðeins er innifalinn aðgangur í stöðina þá daga sem námskeiðið er kennt.

 

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar