Byrjendanámskeið í magadansi vorið 2023.
Um námskeiðið sjálft:
Hefst 18. janúar 2023 og lýkur 27. febrúar 2023. Athugið að vikan 11. – 18. febrúar fellur niður. Námskeiðið stendur yfir í 5 vikur og er kennt í 10 skipti á mánudögum og miðvikudögum kl. 20 í World Class Smáralind. Verð: 17.000 kr. Aðgangur að stöðinni innifalinn á námskeiðsdögum.
Hvað er kennt?
Á námskeiðinu eru kennd helstu grunnspor í magadansi, þar sem áherslan liggur á kvið og mjöðmum. Boðið verður upp á tvo ólíka dansa á þessu námskeiði. Annar er klassískur dans við arabískt lag. Hinn dansinn er modern magadans við takfast og skemmtilegt lag.
Auk þess er boðið upp á úrval liðleikaæfinga fyrir háls, axlir og brjóstkassa ásamt teygjuæfingum og slökun í lok hvers tíma. Allar æfingar eru á kvenlegum nótum og gefa fallegar og mjúkar hreyfingar.
Fatnaður og fylgihlutir:
Þátttakendur dansa berfættir í tímunum og í þægilegum fatnaði, t.d. leggings eða pilsi og í bol. Það er líka þægilegt að dansa magadans í topp til að sjá æfingarnar fyrir magann. Magadansbelti og aðrir fylgihlutir eru á staðnum, en það má líka mæta með sitt eigið.
Fyrir hverja er námskeiðið:
Námskeiðið er eingöngu ætlað konum og er aldurstakmark 18 ár. Kennslan miðast við byrjendur. Yfirleitt er kennt eitthvað nýtt í hverjum tíma og þátttakendur finna fljótt mun á liðleika, úthaldi og styrk.
Kennarinn:
Anna Linda Bjarnadóttir kennir námskeiðið. Hún kynntist magadansi í framhaldsnámi í San Diego í Bandaríkjunum og heillaðist. Eftir heimkomu sótti hún sitt fyrsta magadansnámskeið og hefur sótt bæði námskeið og work shops hérlendis sem erlendis hjá erlendum kennurum. Anna Linda hefur kennt magadans í 10 ár, bæði í Latin studio hjá Josy Zareen, á eigin vegum og hjá World Class í 8 ár. Auk þess hefur hún tekið þátt í danshátíðum á borð við 1001 nótt í Tjarnabíó og skipulagt magadansatriði á árshátíðum.
ATH! Aðeins er innifalinn aðgangur í stöðina þá daga sem námskeiðið er kennt.