Karfan þín

Mótaður líkami, samhæfðir vöðvar, betri líkamsvitund og frábær skemmtun er í boði á Ketilbjöllunámskeiði í World Class. Unnið er með ketilbjöllur og eigin líkamsþyngd í fjölbreyttum tímum sem reyna á styrk, úthald og þrautseigju. Ketilbjöllurnar henta byrjendum í líkamsrækt og þeim sem eru lengra komnir.

Með ketilbjölluæfingum sameinarðu þol og styrktaræfingar og þjálfar alla vöðva líkamans og samhæfingu þeirra. Samkvæmt rannsóknum brenna ketilbjölluæfingar mun fleiri hitaeiningum en aðrar æfingar eða 1.200 kaloríum á klukkutíma.

Ketilbjöllusveiflur þjálfa hreyfingar og hreyfimunstur sem við notum í daglegu lífi og skerpa hugann. Ketilbjölluæfingar eru frábærar fyrir þá sem vilja hörku æfingar fyrir allan líkamann á stuttum tíma. 

Æfingarnar styrkja miðjusvæði líkamans hratt og örugglega.

Ketilbjölluæfingar eru frábærar einar og sér en ekki síður með öðrum æfingum. Æfingarnar hjálpa til við að bæta árangur í öðrum íþróttagreinum. Hvort sem það er að taka þyngra í bekk, slá golfkúlu lengra eða auka kraft og úthald í boltaíþróttum.

Styrkur, úthald og jafnvægi
Með ketilbjöllum dregur þú marga vöðva líkamans inn í hverja æfingu. Vöðvarnir vinna saman sem ein heild, taugakerfið örvast og samhæfing eykst. Uppskeran er aukinn styrkur, meira úthald og betra jafnvægi. Bjöllurnar eru misþungar og hægt er að gera ólíkar útgáfur af öllum æfingum. Þær má bæði nota til að auka vöðvamassa og til að viðhalda honum og tóna vöðvana. 

Í námskeiðinu verður farið yfir grunnæfingarnar 6 með ketilbjöllum, Clean, Swing, Clean & Press, Squat, High Pull og Snatch ásamt fjölda annara flóknari æfinga. 

Vinsælt um allan heim

Ketilbjölluþjálfun má rekja til landbúnaðarhéraða Rússlands. Þar notuðu menn vogarlóð (ketilbjöllur) til að meta styrk sinn. Í dag eru bjöllurnar notaðar til líkamsræktar og þær hafa farið sigurför um heiminn. Hollywood stjörnur á borð við Brad Pitt, Cameron Diaz, Jessica Alba og fleiri hafa lofað þær og notað til líkamsræktar.

Kristófer Helgason er einn af reyndustu ketilbjölluþjálfurum á Íslandi. Hann hefur kennt og þjálfað líkamsrækt með ketilbjöllum um árabil hjá World Class og hefur sérhæft sig í að flétta saman æfingar með ketilbjöllur og liðleikaæfingar.

- Umsögn
“Ég hef undanfarin misseri verið duglegur að mæta í ræktina, rifið í lóðin og hlaupið á brettinu. Áhrifin af því hafa verið einhver og ég hef fundið áhrif hreyfingarinnar á líkamann. Fyrir nokkrum vikum ákvað ég að prófa ketilbjöllunámskeið með þjálfara enda heyrt margt gott af æfingum með ketilbjöllum. Tímarnir eru gríðarskemmtilegir og oft er slegið á létta strengi og mikil keppni í þátttakendum. Kristófer leggur alúð í þjálfunina og hefur mikinn metnað að sjá þátttakendur ná árangri og fylgist vel með hverjum og einum svo enginn kemst upp  með að gera æfingarnar rangt. Það er skemmst frá því að segja að á stuttum tíma finn ég gríðarmikinn mun á bæði styrk og þoli. Í tímunum sjálfum finn ég að úthaldið hefur aukist og ég sveifla talsvert þyngri bjöllum en í upphafi námskeiðsins. Í daglega lífinu þarf ég talsvert að lyfta þungum hlutum og ég finn hvað það reynist mér auðveldara en áður var. Ég get því með góðri samvisku mælt með ketilbjöllunámskeiðum fyrir þá sem vilja ná árangri og bæta úthald og styrk.”

-Ásgeir Páll Ágústsson, útvarpsmaður og söngvari. 

Innifalið í Ketilbjöllunámskeiðum er:

  • Lokaðir hóptímar 3x í viku
  • Aðgangur að öllum opnum tímum á öllum stöðvum World Class
  • Aðgangur að öllum 18 stöðvum World Class
  • Aðgangur að Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness. Breiðholtslaug, Árbæjarlaug, Lágafellslaug, Sundlaug Akureyrar, Sundhöll Selfoss og Sundlaug Hellu.
  • 10% afsláttur af öllum vörum og þjónustu snyrti og nuddstofunnar Laugar Spa og Aqua Spa.
  • 20% afsláttur af stökum degi/skipti í Betri stofuna.

 

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar