Karfan þín

Level UP námskeiðið er hannað til þess að allir geti náð skrefi lengra yfir 4 vikna tímabil. 

Uppsetningin samanstendur af Ketilbjöllum, Ólympískum lyftingum með allskyns æfingum og kerfum þar sem notast er við bæði líkamsvigt og annan búnað sem tekinn er úr svokölluðum Spartan keppnum þar sem notaðar eru allskyns leiðir til að ná því mesta úr hverjum og einum. 

Ef þér finnst þú standa í stað og vilt meiri áskorun þá eru þjálfarnir tveir og báðir með mjög mikla reynslu úr íþróttum og líkamsrækt og þekkja vel hvað þarf að gera til að ná en lengra. 

Salurinn sem er notaður er sérhannaður fyrir þetta kerfi. Allt til alls til að ná þér til að Levela UP!

Davíð Rúnar Bjarnason: Hefur æft hnefaleika í yfir 13 ár ásamt því að hafa verið í íþróttum allt sitt líf, stundar mjög mikið af líkamsvigtaræfingum sem og hlaupum og hefur lokið einu erfiðasta Spartan ULTRA hindrunarhlaupi sem hægt er að fara í. Davíð Rúnar hefur lokið einkaþjálfaraprófi sem og kennsluréttindum í ketilbjöllum.

Gunnar Stefán Pétursson: Hefur verið í íþróttum frá því  hann var barn, allt frá fótbolta yfir í vaxtarrækt. Gunnar er margverðlaunaður keppandi í fitness og vaxtarrækt og mjög farsæll einkaþjálfari og virkilega fróður um næringu og matarræði. Hefur lokið einkaþjálfaranámi sem og styrktarþjálfaranámi og öðrum námskeiðum sem varða líkamann.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar