Karfan þín

Zumba er byggt upp á skemmtilegum og einföldum sporum í takt við suðræna tónlist og allir geta tekið þátt. Í þessum tímum er mikið stuð og mikið fjör og hægt að fá útrás fyrir dansgleðina.

Í sporunum er notast við eigin líkamsþyngd og mikil áhersla er lögð á „core“ svæðið, miðjuna, magann og bakið, og að beita líkamanum sem best. Hver og einn getur stjórnað sínum hraða og hreyfingum og hvort hoppað er eða ekki. Miðar út frá sjálfum sér.

 

Innifalið í námskeiðinu er:

  • 2 vikna námskeið.
  • Vönduð kennsla og fræðsla.
  • Aðgangur að öllum opnum tímum á öllum stöðvum World Class.
  • Aðgangur að öllum 18 stöðvum World Class.
  • Aðgangur að Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Breiðholtslaug, Árbæjarlaug, Lágafellslaug, Sundlaug Hellu, Sundlaug Akureyrar og Sundhöll Selfoss.
  • 10% afsláttur af öllum vörum og þjónustu snyrti- og nuddstofunnar Laugar Spa og Aqua Spa.
  • 20% afsláttur af stökum degi/skipti í Betri stofuna.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar