
Viltu komast í flott form, verða sterkari og auka liðleika? Þá er Hot Fit & Foam tímar fyrir þig.
Tímarnir eru kenndir í upphituðum sal ca. 37 gráðum. Í fyrri hluta tímans eru fjölbreyttar styrktar æfingar sem henta byrjendum sem lengra komnum þar sem hver og einn vinnur með sínar þyngdir og á sínum hraða, engin hopp.
Í seinni hluta tímans er rúllað með foam rúllum á triggerpunkta. Triggerpunktum má lýsa sem eymsli á staðbundnum svæðum þar sem sárir hnúðar myndast. Þegar þrýst er á hnúðinn veldur það leiðniverk sem getur birst sem dofi, tilfinningarleysi, sviði, stingur, vöðvakippur eða titringur.
Triggerpunktar geta valdið minni hreyfigetu í liðum, spennuhöfuðverk, rennslisstöðvun sogæðavökva auk þess sem húð getur fölnað og kólnað.
Triggerpunktar myndast oftast út af langvarandi stressi og blóðþurrð í vefjum.
Tilgangurinn með foam flex aðferðinni er að létta á alls kyns verkjum sem fólk finnur fyrir jafnvel daglega og að stuðla að auknum liðleika, sem gerir fólki kleift að líða betur líkamlega.
Þar sem tímarnir eru kenndir í heitum sal er skylda að hafa með sér stórt handklæði til að leggja yfir dýnuna. Litlu World Class æfingahandklæðin eru eingöngu til þess að þurrka svita á íðkanda. Við mælum einnig með að hafa með sér sína eigin dýnu.
Tímar sem henta bæði körlum og konum sem vilja taka vel á og svitna.
Tíminn er kenndur í heitum hóptímasal með infrarauðum hita í lofti ásamt hita og rakatækjum.
Hér eru nokkrir punktar um ávinning þess að stunda æfingar í infrarauðum sal og hvað infrarauður hiti getur gert fyrir okkur:
- Eykur útskilnað úrgangs / eiturefna í líkamanum
- Styrkir ónæmiskerfið
- Dregur úr vöðvaverkjum, spennu, bólguástandi, liðverkjum og óhreinni húð
- Eykur blóðrásina og umbrot (eykur þannig bruna líkamans)
- Dregur úr streitu og veitir orku
- Lækkar blóðþrýsting
- Hraðari endurheimt eftir meiðsli og æfingar með hárri ákefð.
- Infrarauður hiti styður við önnur meðferðarúrræði.
Undantekningarlaust skal hafa með sér stórt handklæði yfir dýnuna í öllum tímum í heitum sölum World Class einnig er mælt með því að þátttakendur hafi með sér dýnur (sínar eigin).
- Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
- Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
- Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
- Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
- Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.