
Hot Yoga er ákveðin samsetning af jógastöðum sem gerðar eru í upphituðum sal helst í 37°C. Hitinn gerir það að verkum að maður hitnar fyrr upp í líkamanum og verður þar af leiðandi sveigjanlegri og kemst betur inn í stöðurnar og svo á sér líka stað mikil uppgufun og losun úrgangsefna eða detox þar sem fólk svitnar yfirleitt vel í þessum tímum.
Stöðurnar í þessu prógrami eru allar úthugsaðar sem styrktaræfingar í kringum hrygginn og tekið er á öllum vöðvaflokkum jafnt. Mikil áhersla er lögð á hrygginn og alltaf unnið út frá honum. Þetta prógram hefur ákveðinn lækningarmátt og hefur læknað hnévandamál og bakvandamál.
Tíminn er kenndur í heitum hóptímasal með infrarauðum hita í lofti ásamt hita og rakatækjum.
Hér eru nokkrir punktar um ávinning þess að stunda æfingar í infrarauðum sal og hvað infrarauður hiti getur gert fyrir okkur:
- Eykur útskilnað úrgangs / eiturefna í líkamanum
- Styrkir ónæmiskerfið
- Dregur úr vöðvaverkjum, spennu, bólguástandi, liðverkjum og óhreinni húð
- Eykur blóðrásina og umbrot (eykur þannig bruna líkamans)
- Dregur úr streitu og veitir orku
- Lækkar blóðþrýsting
- Hraðari endurheimt eftir meiðsli og æfingar með hárri ákefð.
- Infrarauður hiti styður við önnur meðferðarúrræði.
Undantekningarlaust skal hafa með sér stórt handklæði yfir dýnuna í öllum tímum í heitum sölum World Class einnig er mælt með því að þátttakendur hafi með sér dýnur (sínar eigin).
- Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
- Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
- Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
- Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
- Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.