
Infrared Rock Yoga er nýtt af nálinni en í allri þeirri þróun sem á sér stað í jógaiðkun er án efa nóg pláss fyrir rokkið.
Ákveðin samsetning af jógastöðum sem gerðar eru í upphituðum sal, helst í 37°C. Rokkið er hressandi og kraftmikil tónlist sem gefur iðkandanum kraft til þess að halda út í erfiðum teygjum og stöðum.
Hitinn gerir það að verkum að líkaminn hitnar fyrr upp og verður þar af leiðandi sveigjanlegri og kemst betur inn í stöðurnar. Einnig á sér stað mikil uppgufun og losun úrgangsefna eða detox þar sem fólk svitnar yfirleitt vel í þessum tímum.
Tónlistin er fjölbreytt úr smiðju; Led Zeppelin, Deep Purple, Rolling Stones, AC/DC, Metallica, Muse, Guns N' Roses, Aerosmith og fleiri rokkara.
Við hvetjum alla rokkunnendur til þess að mæta.
Þetta er tími sem hentar öllum en unnið er út frá grunnstöðum jógaiðkunar þar sem hver og einn hlustar á sinn líkama og virðir sín mörk
Stöðurnar í þessu prógrammi eru allar úthugsaðar sem styrktaræfingar í kringum hrygginn og tekið er jafnt á öllum vöðvaflokkum. Mikil áhersla er lögð á hrygginn og alltaf er unnið út frá honum.
Tíminn er kenndur í heitum hóptímasal með infrarauðum hita í lofti ásamt hita og rakatækjum.
Hér eru nokkrir punktar um ávinning þess að stunda æfingar í infrarauðum sal og hvað infrarauður hiti getur gert fyrir okkur:
- Eykur útskilnað úrgangs / eiturefna í líkamanum
- Styrkir ónæmiskerfið
- Dregur úr vöðvaverkjum, spennu, bólguástandi, liðverkjum og óhreinni húð
- Eykur blóðrásina og umbrot (eykur þannig bruna líkamans)
- Dregur úr streitu og veitir orku
- Lækkar blóðþrýsting
- Hraðari endurheimt eftir meiðsli og æfingar með hárri ákefð.
- Infrarauður hiti styður við önnur meðferðarúrræði.
Undantekningarlaust skal hafa með sér stórt handklæði yfir dýnuna í öllum tímum í heitum sölum World Class einnig er mælt með því að þátttakendur hafi með sér dýnur (sínar eigin).
- Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
- Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
- Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
- Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
- Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.