Karfan þín

Hér færðu góðar alhliða styrktaræfingar fyrir allan líkamann með góðum teygjum í lokin. Þetta er tilvalinn tími fyrir þig sem ert að leita eftir að tóna líkamann og styrkja. Einnig góður tími til að byrja á ef þú hefur aldrei prófað áður eða ert að koma þér aftur af stað í heilsuræktinni.

Undantekningarlaust skal hafa með sér stórt handklæði yfir dýnuna í öllum tímum í heitum sölum World Class einnig er mælt með því að þátttakendur hafi með sér dýnur (sínar eigin).

  1. Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
  2. Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
  3. Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
  4. Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
  5. Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar