Karfan þín

Tímarnir eru fyrir alla og henta mjög vel fyrir byrjendur sem og lengra komna. Mun salurinn vera hlýr þ.e. á bilinu 29 – 33°. Í tímunum er lögð áhersla á að auka liðleika í neðri hluta búks, fótleggjum og mjaðmasvæði, og styrkja efri búk og kjarnavöðva. Þessu til viðbótar verður lögð áhersla á að kynna og kenna öndunartækni í jóga. Létt andrúmsloft, gleði og bros eru æskileg sem og að taka með sér vatn að drekka.

Fyrir alla þá sem iðka jóga er mikilvægt að láta kennarann vita um meiðsli eða önnur alvarleg atriði sem eru að hrjá stoðkerfið. Kennarinn getur leiðbeint þér um hvaða stöður þú ættir að fara rólega í, sleppa algjörlega og/eða gera aðra stöðu í staðinn.

Undantekningarlaust skal hafa með sér stórt handklæði yfir dýnuna í öllum tímum í heitum sölum World Class einnig er mælt með því að þátttakendur hafi með sér dýnur (sínar eigin).

Tíminn er kenndur í heitum hóptímasal með infrarauðum hita í lofti ásamt hita og rakatækjum.
Hér eru nokkrir punktar um ávinning þess að stunda æfingar í infrarauðum sal og hvað infrarauður hiti getur gert fyrir okkur:

- Eykur útskilnað úrgangs / eiturefna í líkamanum
- Styrkir ónæmiskerfið
- Dregur úr vöðvaverkjum, spennu, bólguástandi, liðverkjum og óhreinni húð
- Eykur blóðrásina og umbrot (eykur þannig bruna líkamans)
- Dregur úr streitu og veitir orku
- Lækkar blóðþrýsting
- Hraðari endurheimt eftir meiðsli og æfingar með hárri ákefð.
- Infrarauður hiti styður við önnur meðferðarúrræði.

  1. Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
  2. Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
  3. Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
  4. Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
  5. Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar