Karfan þín

Hot Yoga – 108 sólarhyllingar

Farið verður í gegnum 12 sett af sólarhyllingum í einu og hvíldarstöður teknar á milli. Þessi iðkun hentar öllum og engin skylda að klára öll settin því eins og í öllum góðum hot yoga tímum eru iðkendur hvattir til að hlusta á andardráttinn og fara í hvíldarstöðu hvenær sem iðkandinn finnur að hann er farinn að missa tenginguna við andadráttinn.

 

Um sólarhyllingarnar:

Sólarhyllingarnar eru samansettar úr 12 jógastöðum.

Ákjósanlegasti tími dagsins til að iðka þær er við sólarupprásina – ekki síst af því mikilvægt er að iðka þær á fastandi maga.

Regluleg iðkun þeirra er sérstaklega örvandi fyrir blóðrásina og eru þær taldar hjálpa til við að halda líkama iðkandans heilbrigðum og ferskum út í gegnum daginn.

Þar sem þær hafa alhliða virkni yfir allan líkaman, frá toppi til táar, eru ávinningarnir fyrir líkamann margir; má þar nefna hjartað, lifrina, þarmana og smáþarmana, magann, brjóstkassann, hálsinn og fæturna. 

Iðkuninni er gott að skipta niður á þrjú hraðastig og hefur hvert þeirra sína sérstöku ávinninga;

  1. Hægar – hjálpa til við að liðka upp líkamann og stuðla að almennum liðleika.
  2. Miðlungs – hjálpa til við að tóna líkamsvöðva betur.
  3. Hraðar – eru frábærar fyrir hjartað og sjálfvirka æðakerfið auk þess sem þær hjálpa til við að losna við aukakílóin.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar