
Í Foamflex nuddum við sjálf líkamann þar sem við notumst við foamrúllu og litla bolta. Vinnum á bandvef, vöðvum og triggerpunktum. Nuddið flýtir fyrir bata í vöðvum og bætir líkamsástand.
Triggerpunkti má lýsa sem eymsli á staðbundnum svæðum þar sem sárir hnúðar myndast. Þegar þrýst er á hnúðinn veldur það leiðniverk sem getur birst sem dofi, tilfinningarleysi, sviði, stingur, vöðvakippur eða titringur.
Triggerpunktar geta valdið minni hreyfigetu í liðum, spennuhöfuðverk, rennslisstöðvun sogæðavökva auk þess sem húð getur fölnað og kólnað.
Triggerpunktar myndast oftast út af langvarandi stressi og blóðþurrð í vefjum.
Tilgangurinn með foam flex aðferðinni er að létta á alls kyns verkjum sem fólk finnur fyrir jafnvel daglega og að stuðla að auknum liðleika, sem gerir fólki kleift að líða betur líkamlega.
Þar sem tímarnir eru kenndir í heitum sal er skylda að hafa með sér stórt handklæði til að leggja yfir dýnuna. Litlu World Class æfingahandklæðin eru eingöngu til þess að þurrka svita á íðkanda. Við mælum einnig með að hafa með sér sína eigin dýnu.
Foamflex hentar bæði fyrir kyrrsetu- og íþróttafólk.
Vinsamlegast athugið að Foam Flex er miðatími.
- Notendur geta bókað sig í tíma allt að 7 daga fram í tímann.
- Ef um miðatíma er að ræða þarf að gefa sig fram í afgreiðslu og fá miða minnst 5 mínútum fyrir tímann annars lendir viðkomandi í skammarkróknum.
- Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
- Notendur geta einnig hringt og afbókað sig allt að 10 mínútum fyrir tímann.
- Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
- Undantekningarlaust skal hafa með sér stórt handklæði yfir dýnuna í öllum heitum tímum World Class.
- Mælt er með að þátttakendur hafi með sér dýnur (sínar eigin).
- Bannað að ganga inn í salinn ef kennsla er í gangi.
- Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.