Karfan þín

Hot yoga og hugleiðsla à föstudögum er hefðbundinn 60 mínútna Hot yoga tími hjà Þór með extra langri lokaslökun. Í stað hinna klassísku 3-7 mínútna í lokaslökun (savasana) með mjúkum möntru söng undir, þá leiðir Þór ca. 20-30 mínútna hugleiðslu. Hugleiðslan er breytileg, stundum eru nemendur t.d. leiddir í gegnum mjúka orkustöðvatengingu og/eða hreinsun og stundum fer hann einfaldlega í djúpslökun með svokallaðri yoga nidra aðferðafræði. 

En markmiðið er alltaf það sama, að gefa sér góðan tíma í að slaka vel à bæði líkama og huga fyrir helgina framunan.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar