Karfan þín

Hot yoga og hugleiðsla à föstudögum er hefðbundinn 60 mínútna Hot yoga tími hjà Þór með extra langri lokaslökun. Í stað hinna klassísku 3-7 mínútna í lokaslökun (savasana) með mjúkum möntru söng undir, þá leiðir Þór ca. 20-30 mínútna hugleiðslu. Hugleiðslan er breytileg, stundum eru nemendur t.d. leiddir í gegnum mjúka orkustöðvatengingu og/eða hreinsun og stundum fer hann einfaldlega í djúpslökun með svokallaðri yoga nidra aðferðafræði. 

En markmiðið er alltaf það sama, að gefa sér góðan tíma í að slaka vel à bæði líkama og huga fyrir helgina framunan.

Undantekningarlaust skal hafa með sér stórt handklæði yfir dýnuna í öllum tímum í heitum sölum World Class einnig er mælt með því að þátttakendur hafi með sér dýnur (sínar eigin).

  1. Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
  2. Ef um miðatíma er að ræða þarf að gefa sig fram í afgreiðslu og fá miða minnst 5 mínútum fyrir tímann annars lendir viðkomandi í skammakróknum.
  3. Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
  4. Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
  5. Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
  6. Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar