Karfan þín

Hot Yoga Rock er nýtt af nálinni en í allri þeirri þróun sem á sér stað í jógaiðkun er án efa nóg pláss fyrir rokkið.

Ákveðin samsetning af jógastöðum sem gerðar eru í upphituðum sal, helst í 37°C.  Rokkið er hressandi og kraftmikil tónlist sem gefur iðkandanum kraft til þess að halda út í erfiðum teygjum og stöðum.

Hitinn gerir það að verkum að líkaminn hitnar fyrr upp og verður þar af leiðandi sveigjanlegri og kemst betur inn í stöðurnar. Einnig á sér stað mikil uppgufun og losun úrgangsefna eða detox þar sem fólk svitnar yfirleitt vel í þessum tímum.

Tónlistin er fjölbreytt  úr smiðju; Led Zeppelin, Deep Purple, Rolling Stones, AC/DC, Metallica, Muse, Guns N' Roses, Aerosmith og fleiri rokkara.

Við hvetjum alla rokkunnendur til þess að mæta.

Þetta er tími sem hentar öllum en unnið er út frá grunnstöðum jógaiðkunar þar sem hver og einn hlustar á sinn líkama og virðir sín mörk

Stöðurnar í þessu prógrammi eru allar úthugsaðar sem styrktaræfingar í kringum hrygginn og tekið er jafnt á öllum vöðvaflokkum. Mikil áhersla er lögð á hrygginn og alltaf er unnið út frá honum.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar