Karfan þín

Yin-Core 

Rólegir en krefjandi 60/75 mínútna tímar fyrir alla sem vilja ná fram meiri liðleika, létta á spennu og bæta öndun og súrefnisupptöku. 

 

Core 15-20 mín 

Við vinnum í að styrkja miðjuna. Core-, teygju- og pilates æfingar á gólfi og með Foamrúllu.

Yin-yoga 20-30 mín 

Í Yin Yoga er unnið með liðleika og líkamsstöður. Við höldum hverri teygju/stöðu í  1- 3 mín. Lærum að skynja skilaboð frá líkamanum og nota síðan huga og öndun til þess að ná fram meiri liðleika og góðri slökun í djúpvefi líkamans.

Boltanudd 20 mín 

Í boltanuddi er notast við litla bolta sem við liggjum á eða nuddum ákveðið svæði á líkamanum. Markmiðið er að losa um spennu og verki. Vinnum á bandvef, vöðvum og triggerpunktum (verkjahnútar). Nuddið hjálpar einnig til við að detoxa líkamann.

Öndun/Slökun 5-10 mín

Lærum bætta öndunartækni til að auka súrefnisupptöku og farið verður yfir einfalda slökunartækni sem róar og endurnærir huga og líkama. Við notum foamrúllu til þess að nudda líkamann og litla bolta. Vinnum á bandvef, hrygg, vöðvum og triggerpunktum. Nuddið flýtir fyrir bata í vöðvum og bætir líkamsástand. Við viljum verða sterkari og liðugri og endum tímann á góðri slökun á sama tíma og við losum um stífa hnúta og teygjum.

  1. Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
  2. Ef um miðatíma er að ræða þarf að gefa sig fram í afgreiðslu og fá miða minnst 5 mínútum fyrir tímann annars lendir viðkomandi í skammakróknum.
  3. Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
  4. Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
  5. Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
  6. Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar