Karfan þín

Yoga Nidra er mjög gömul jógaástundun sem hefur notið vaxandi vinsælda í hinum vestræna heimi á liðnum árum. Það er ekki síst vegna þess að þessi aðferð losar um streitu og hentar því fólki sem vinnur undir miklu álagi.

Yoga Nidra leiðir til vakningar varðandi öndunartækni, orku og líkamsvitund. Farið er í djúpt slökunarástand. Þar getur líkaminn heilað sig, náð jafnvægi og losað um streitu. Maður sleppir taki á órólegum hugsunum. Þessi tækni hentar hraustu fólki við að takast á við mikið álag og getur hjálpað veiku fólki til að losna við sjúkdóma.

Í 60 mínútna tímum er farið í mjúkar jógastöður í 20-30 mínútur áður en farið er í djúpslökun.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar