Karfan þín

Í þessum tímum er byrjað að hjóla á IC7 hjólunum eftir púls og wöttum sem segja til um hver hámarksgeta er.
Síðan er farið í heita salinn og teknar blandaðar æfingar sem bæta styrk, jafnvægi og liðleika.
Æfingarnar eru fjölbreyttar sem henta byrjendum sem lengra komnum þar sem hver og einn vinnur með sínar þyngdir og á sínum hraða.
Viðmiðið fyrir hvern tíma er 30 mínútna hjól og 30 mínútna æfingar í heita salnum.

Undantekningarlaust skal hafa með sér stórt handklæði yfir dýnuna í öllum tímum í heitum sölum World Class einnig er mælt með því að þátttakendur hafi með sér dýnur (sínar eigin).

  1. Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
  2. Ef um miðatíma er að ræða þarf að gefa sig fram í afgreiðslu og fá miða minnst 5 mínútum fyrir tímann annars lendir viðkomandi í skammakróknum.
  3. Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
  4. Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
  5. Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
  6. Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar