
Hér er hjólað á IC7 wattahjólunum frá Life Fitness sem hafa allskyns nýja möguleika en þau eru staðsett í Smáralind, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Egilshöll og Ögurhvarfi.
Hjólað er eftir púls og wöttum sem segja til um hver hámarksgeta er.
Litirnir eru gulur, rauður, grænn, blár og hvítur og gefa þeir til kynna álagið sem unnið er á. Rauður er þyngstur og hvítur er hvíld.
Gott er að hlaða niður ICG appinu áður en mætt er í tíma og kynna sér möguleikana sem það býður upp á.
Interval eru stuttir, langir og ákafir sprettir með jafn löngum eða jafnvel ögn lengri rólegum köflum. Munurinn á interval og endurance æfingum er að þú leggur harðar að þér, gengur lengra og stendur á öndinni eftir interval æfingar.
- Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
- Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
- Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
- Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
- Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.