
Spinning Recovery er VIRK HVÍLD sem er ekki síður mikilvæg þjálfun en önnur líkamsáreynsla.
Ef þú æfir á hárri ákefð allan tímann en leyfir aldrei líkama þínum eða huga að hvílast og endurnærast, munt þú að lokum staðna í öllu þjálfunarferli þínu.
Tilgangur þessarar líkamsþjálfunar er að flýta fyrir endurheimt, minnka stífleika og þreytu í líkamanum og auka blóðflæði til að skola út úrgangsefnum. Spinning Recovery er notalegur hjólatími á lágum púlsi u.þ.b. 70% af hámarkspúlsi) og er því kjörinn fitubrennslutími og um leið næring fyrir líkama og sál, þar sem höfuðið á þér fær andlegt frí frá áreiti og erfiðri þjálfun.
Gott er að hafa í huga að þjálfun brýtur niður líkama þinn, það er endurheimt (virk hvíld) sem byggir hann upp aftur!
Ekki vanmeta kraft og mikilvægi þessara auðveldu æfinga. Endurheimt er lykillinn að framförum og vellíðan.
- Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
- Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
- Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
- Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
- Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.