Karfan þín

Það eru fáar hreyfiaðferðir sem brenna jafn miklu og spinning. Spinning í World Class er byggt upp á skorpuþjálfun sem er frábær leið til þess að byggja upp aukið þol á skömmum tíma og brenna fullt af hitaeiningum. Við erum með spinning hjól sem eru talin bestu og öruggustu spinninghjólin á markaðnum í dag. Ef þú vilt hreyfa þig  við dúndrandi góða tónlist þá er spinning fyrir þig.  World Class býður upp á gríðarlegt úrval spinningtíma, allt frá 30 til 90 mínútna tíma. Við höfum frábæra kennara sem gera sitt besta í að hafa tímana fjölbreytta og við allra hæfi.

  1. Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
  2. Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
  3. Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
  4. Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
  5. Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar